24. feb. 2010

Í kaupstað

Fer stundum í kaupstaðinn, sem ég skilgreini sem Selfoss frá mínum bæjardyrum. Fyrir utan búð eina hefur staðið gína og ég verð að vanda mig við aksturinn því hún (gínan) vill gleypa athygli mína. Er þetta kjóll ? eða kragi ? eða sjal eða ??
Þegar ég var nokkrum sinnum búin að keyra framhjá (reyndar ekki í einni og sömu bæjarferðinni) þá varð ég einfaldlega að stoppa og athuga málið betur.
Og inn í búðina stökk ég og grandskoðaði fyrirbærið.Þetta var hún Rauðhetta ! Fallega rauð, vélprjónuð, sniðin og saumuð saman.
Vel gert hjá þér Alda ! Skoðið á Facebook fleiri myndir af hönnun hennar. Klassískt og einfalt - með sjarma.

með bestu prjónakveðju
Lykkdís ;)

Engin ummæli: