30. jan. 2008

Prjónaskapur og sköpunarþörf

Það er óskaplega gaman að prjóna, búa til og sjá bandið verða að flík. Ég er ekki heimsins besta prjónakona og satt best að segja - þá er ég bara rétt að slíta barnsskónum í þeim efnum.
En men ó men... hvernig á maður að fara að þegar hugmyndirnar í kollinum eru að brjálast eftir útrásarþörf ?? þær eru svo margar að þær flækjast um hver aðra, detta stundum um koll og gleyma sér en aðrar eru athyglisjúkar og minna sífellt á sig. Svo get ég líka verið hvatvís með eindæmum, get vaðið í ýmis verk og gjörðir án þess að hafa vaðið fyrir neðan mig. Stundum verður það mér til happs ... og stundum ekki.

Svo oft hugsa ég um hvað það væri gagnlegt að geta átt sér hliðstæða veröld, veröld sem væri einfaldlega aukinn tími í allt það sem maður þarf að gera. En það eina sem virkar - held ég - er að vinna aðeins hraðar, skrifa niður allar mögulegt, skipuleggja tíma sinn vel og brosa í kampinn. En hvað ég elska að fá svona margar hugmyndir !

1 ummæli:

Halldóra sagði...

Algjörlega sammála þér !! Í öllum punktum :-). Of lítill tími til að prjóna hm.... kannast einhverjir fleiri við það .... hi hi

Mergjuð tillaga um hliðstæða (prjóna)veröld - væri það ekki geggjað.... klóna sig og sitja svo við hliðina á sjálfri sér og prjóna útí eitt !