18. okt. 2009

Koma svo ! Jólakúl 2009Alltaf jafn uppátækjasöm.
Stofnaði Jólakúl - hóp á Smettskinnu !
Til að hvetja allar jólaglaðar prjónakonur til að taka þátt í smá jólaskreytinga sprelli. Eingöngu til að hafa gaman af.
Veit að það er enn langt til jóla - en trúið mér - stundum er ágætt að vera ekki alveg á síðasta snúningi í desember - þá á allt að vera svo kósí og rólegt ... (ja - right !!! )

En það eina sem ég óska - er samt ekki heilagt - að myndirnar séu teknar með hvítum bakgrunn, t.d. með því að nota lak eða hvít blöð. Þetta er ákaflega einfalt og þessar myndir eru teknar með þannig bakgrunn og græjaðar örlítið til í hinu einfalda og ókeypis forriti Picasa.

Bestu kveðjur og koma svo! allir að taka þátt :)

Prjónakveðjur
Vilborg

Engin ummæli: