31. jan. 2010

Prjónakaffi á Gömlu BorgNúna á þriðjudaginn, 2.febrúar verður Prjónakaffi á Gömlu Borg í Grímsnesi. Gamla Borg er ákaflega fallegt hús og vel við haldið af smekkvísi.
Á þriðjudagskvöldum þeim sem verða fyrst í hverjum mánuði safnast þar saman prjónafólk og á notalega stund. Skiptist á gagnlegum upplýsingum, stöku uppskriftum og fær sér góðan kaffisopa.

Við sjáumst vonandi :)
Bestu prjónakveðjur
Vilborg prjónakona.

Engin ummæli: