26. jan. 2010

Sætustu skórnir !


Vefsíðan með uppskrift



Uppskrift


Þetta eru án efa sætustu skór sem hægt er að prjóna á lítil kríli... það er svo alltaf hins vegar spurning um hvernig þeir tolla... ...

Þessar uppskriftir fann ég á vefrápinu mínu og hef reyndar oft prjónað þessa með bandinu yfir ristina, var smá tíma að finna út hvaða garn ég vildi nota en endaði með einfaldan plötulopa enda mikil lopakerling.

bestu prjónakveðjur
vilborg eða kannski Lykkdís Þráðrún Sokksdóttir ;)

6 ummæli:

Unknown sagði...

Ég er reglulegur gestur á síðunni og finnst alltaf jafn gaman að skoða hana frú Lykkdís ;)

Nú er ég að fara að prjóna skotthúfu á 1og1/2 árs gamla dóttur mína. Mig langar til að hafa hana í ætt við skotthúfun sem er notuð við 19. aldar upphlut. En ekki endilega alveg kópíu af henni.
Þú ert nú búin að prjóna nokkrar. Ég ætlaði nú bara að prjóna hanan uppúr mér, en datt svo í hug að þú ættir kannski eitthvað á blaði sem ég gæti stuðst við. Lykkjufjölda í upphafi og svo er spurning með úrtökuna, það er auðvitað smekksatriði hvernig hún er. En gaman væri að hafa eitthvað til að styðjast við.

Bestu kveðjur,
Margrét Ísólfs.

Nafnlaus sagði...

Ég hef einmitt prjónað nokkur svona pör, mjög þægileg uppskrift. Prjónaði t.d. eina úr svörtu garni með glitþræði og þeir urðu eins og litlir lakkskór, hrikalega krúttlegir.

kv. álfheiður

prjónakonan sagði...

já - þetta með skotthúfurnar - ég er búina ð prjóna svo margar að ég er næstum því rugluð ... (grín)
En en þetta fer eftir því hvaða garn þú ætlar að nota og hversu langa þú vilt hafa húfuna.
Úr tvöföldum lopa er ég að fitja upp á c.a. 80 lykkjur á 4-7 ára (þetta eru allt sirka mál) En úr Kambgarni, Léttlopa eða Smart þá hef ég fitjað upp á c.a. 86 - 96 lykkjur - fer eftir stærð.
Siðan prjóna ég upp 20 umferðir og síðan hefst úrtaka, ef skottið á að vera í lengra lagi þá byrja ég á að hafa langt á milli úrtaka, t.d. 12 lykkjur og síðan 2 lykkjur prj saman og síðan t.d. 8 umferðir á milli (án úrtaka) síðan 11 lykkjur á milli og 2 lykkjur prj saman og síðan t.d. 7 umferðir á milli (án úrtaka.
Svona smátt og smátt
En ef skottið á að vera stutt þá hefuru styttra á milli.
Málið er bara að ég hef ekki dottið niður á hina einu sönnu og því er þetta ennþá allt mjög mikil tilraunastarfsemi hjá mér.
En segðu mér frekar hvaða garn þú kýst og lengd þá gæti ég komið með tillögu.

Bestu prjónakveðjur
vilborg

Unknown sagði...

Frábærar upplýsingar, takk kærlega fyrir þær.
Ég er að hugsa um að nota kambgarn, er nefninlega ekki viss um að ég fái stúlkuna til að vera með lopahúfu.
Hafði hugsað mér að hafa hana svona milli síða, alls ekki of. Svona svipaða í laginu og húfa sem stelpan á hestinum er með hér að neðan.

Bestu kveðjur,
Margrét Ís

prjónakonan sagði...

Kambgarn er mjög flott og skemmtilegir litir til í því.

Skotthúfa úr Kambgarni á 1 1/2 ...
ég veit ekki nákvæmlega hvað ég myndi fitja uppá
Best væri nú að gera prjónfestuprufu ;)

og úrtakan, hafa styttra á milli þá verður skottið styttra.

En endilega sendu mér mynd þegar þú ert búin og hvernig þú fórst að þessu.

bestu prjónakveðjur
Vilborg

Unknown sagði...

Já, ég skal senda þér mynd, ekki málið :)

Kv,
Margrét