10. feb. 2008

Og ein mynd af rauðhærðu skottunni


Eldspræk dóttir mín í nýrri, hlýrri flík. Þessi skokkur, ( eða vesti ) var mjög auðveldur, eitthvað sem allir ættu að geta gert. Þó hann sé gerður úr einföldum plötulopa, þá er hann samt á færi allra sem annars kunna að prjóna smávegis. Maður þarf reyndar að vera spakur við þann einfalda, vera bara aðeins mjúkhenntari en áður og þá fær maður líka lipra og mjúka flík. Útkoman er líka ótrúlega misjöfn eftir því hvort maður prjónar á 3 1/2 eða 4 1/2 en þessi er prjónaður á stærri prjónana. Þessi flík er mikið notuð og ekki enn farin að gefa sig.

1 ummæli:

Halldóra sagði...

Þetta líka!! mjög flott það er að segja - einsog allt á síðunni þinni :-) - Rosalega gaman að sjá sköpunarkraftinn sem er í gangi hér.