10. feb. 2008

Einbandsskokkur með klukkuprjónsmunstri


Ég verð að viðurkenna það - að þessi tók smá tíma. Fyrst þurfti ég að leita mér að munstrinu sem ég hafði einhverntíma séð. Svo var að átta sig á því hvernig í ósköpunum svonalagað var prjónað - en mins hafði aldrei prófað nokkuð þessu líkt.
Þar að auki ákvað mins að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er skokkurinn prjónaður úr einföldum plötulopa.
Á öxlum er líka klukkuprjón og í hálsmálinu er rykking sem kemur mjög skemmtilega út.
Þeir sem hafa áhuga - þá á ég nokkrar gagnlegar upplýsingar, eitthvað sem kæmi næst því að heita uppskrift.

Engin ummæli: