22. feb. 2008

Hlý og góð álfahúfa


Þessi húfa er prjónuð úr léttlopa, síðan þæfð í þvottavél og að síðustu saumuð og hekluð blóm og litlar perlur til að skreyta. Þessi er mjög hlý og passar eyrun í öllum næðingnum sem hefur verið undanfarið. Nauðsynlegustu upplýsingar, lykkjufjölda umferðir og aðferð á ég niðurskrifað hjá mér. Ætla mér að birta þ.h. upplýsingar til gagns fyrir aðrar hér á síðunni - um leið og ég hef tíma hahahaha.

Engin ummæli: