24. feb. 2008

Síð léttlopapeysa með V hálsmáli


Þessa peysu fékk ég gefins í afmælisgjöf frá Jenný, eða réttara sagt, gjafabréf á peysu eftir mínu höfði. Ég á svo sannarlega magnaða tengdamömmu.
Síddin á peysunni er u.þ.b. á mið læri, lykkjum er fækkað svo það komi betra lag á hana, ermar eru hafðar beinar - svona eins og ég vil hafa þær og síðan var notast við uppskrift úr Ístex-blaði fyrir berustykkið og efst á ermunum - nema hvað við ákváðum að breyta því og hafa v-hálsmál.

1 ummæli:

Halldóra sagði...

Ótrúlega flott!