24. feb. 2008

Peysa úr einföldum plötulopa

Þessi peysa er mikið einföld en jafn þægileg. Hún átti aldrei að verða neitt annað en tilraunaverkefni og hún er óspart notuð í það eða sem sagt, hún er notuð í gegningar, í harðjaxla sportið og fleira hark sem eðlilegt getur talist hér í Skarði. Það er ekki ennþá komið gat og hún hefur verið í notkun síðan snemma í haust.
Þessi peysa er með lasaermum og víðu hálsmáli, reyndar varð það ekki eins vítt og ég ætlaði mér - en það kemur bara næst - ekki satt ???

Engin ummæli: