24. feb. 2008

Einföld peysa á litlar dömur

Þessi peysa er búin að vera í miklu uppáhaldi. Einföld að búa til eins og flest sem ég geri ( því ég er ekki orðin fógu klár ennþá hahaah). Hún er lipur því hún er úr einföldum plötulopa. Svolítið víð að neðan og um ermar, stuttur munsturbekkur og vítt hálsmál.
Mjög fín yfir pils og gallabuxur.
Þið bara sendið mér tölvupóst ef þig viðjið einhverjar upplýsingar.

7 ummæli:

Tinna sagði...

sæl, rakst á síðuna þína - rosalega er hún fín og þú klár!!

varð að kommenta á þessa peysu því að hún er svo falleg! og svo var ég líka að prjóna peysu á litla minn úr einföldum plötulopa um daginn og er alveg heilluð - einfaldur plötulopi rúlar!! ;) svo þjáll og fínn!

kærar prjónakveðjur,
Tinna
www.heimilisidnadur.blogspot.com

Halldóra sagði...

Þessi er æðisleg!

Nafnlaus sagði...

Sæl.
Ég sá slóðina inn á síðuna þína inni hjá prjónaklúbb PjónaJónu á facebook. Verð nú að segja að mér finnst þú vera algjör snillingur!

Ég var að velta því fyrir mér hvort þú vildir vera svo væn að senda mér uppskriftina að þessari peysu?

Kærar kveðjur
Guðlaug.
laugaagusts@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Sæl
Mér finnst þessi peysa æði (sem og allt hitt...) og væri alveg til í að fá uppskriftina ef þú átt og mátt senda hana...
Ég er sjálf að byrja, og reyna, og svitna yfir þessu öllu. Mest erfitt að klára samt áður en ég byrja á nýju!
Bestu kveðjur
Guðrún Helga
ghhamar@gmail.com

Berglind sagði...

Sæl, mikið er þetta fín síða hjá þér! Mér finnst þessi peysa yndisleg og yrði mjög þakklát ef þú gætir séð af uppskrift af henni?

gemlingur@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Sæl
Værir þú til í að senda mér uppskrift að þessari peysu - hún er ÆÐI :-)
Kveðja,
Arnþrúður

arnthrudur@hotmail.com

Iris Jonsdottir sagði...

Sæl og blessuð.

Frábær peysa. Fyrir hvaða aldur er þessi uppskrift? Þar sem ég á tvær litlar ömmustelpur, þá væri ég mikið til í að prjóna svona á þær. Værir þú til í að miðla þessri uppskrift til mín.

Kv.Íris
irisedda@gmail.com