24. feb. 2008

Sá besti :)


Þessi er alveg heitur úr verksmiðju Jennýar, jólagjöfin í ár. Þetta vil ég kalla lopakjól. Hann er prjónaður á einfaldan plötulopa á prjóna 3 1/2 og er því þéttari en hinar peysurnar. Hann er útvíður að neðan og um ermar, í hálsmálinu kemur rykking og svo kemur munsturbekkur (Ístex - vesti) í styttra lagi.
Ég er afskaplega ánægð með þennan.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Áttu uppskriftina af þessum kjól? eða veistu hvar ég get nálgast hana?
Ef þú getur hjálpað mér með þetta þá endilega sendu mér e-mail á lsb@visir.is
Takk fyrir
Linda

Nafnlaus sagði...

Sæl!
Ég féll alveg flöt fyrir þessum kjól. Ef þú átt uppskrift, væri ég ævinlega þakklát. Einnig er önnur frábær jakkapeysa "Ein svo einföld" sem þú talar reyndar um að þú eigir uppskrift af. Þessi sem er prjónuð frá annarri ermi út á hina!?!?! email: sirry@raekto.is
Með fyrirfram þökk
Sirrý