27. jan. 2009

Tvær hugmyndir


Hér eru tvær af nýjustu hugmyndunum. Peysuna ætla ég að athuga hvort Jenný gæti nokkuð prjónað - (ég fékk gjafabréf á 2 prjónaðar peysur í jólagjöf - mikil hamingja)
Kjólinn ... ... ég veit ekki hvað ég á að segja ... ... Sko - ég er eiginlega búin að prjóna hann - og hann mistókst að hluta. Hann er alltof stór á mig - þ.e. þegar maður er með kúlu þá virka ég eins og fjall í honum. En ég veit í hverju mistökin liggja og maður á alltaf að læra af mistökunum en ekki hvað.
Ég er samt ekki að nenna að prjóna hann aftur í bráð - ég er ennþá að reyna að hugsa hvernig mér getur samið við hann. Mér hefur dottið í hug að selja hann - en ég hef ekki hugmynd um hvernig maður fer að því ... ...
Það má líka vera að ég breyti honum, en þegar hann er til - þá lofa ég að setja inn mynd af honum.
En á meðan hann er í salti þá ætla ég að glíma við vélprjónaða efnið sem ég keypti á dögunum og ætla að athuga hvort hægt sé að prjóna við það ... ... það er ákaflega spennandi verkefni.
jæja - ég skil ykkur þá eftir í lausu lofti en þó ekki alveg, hvet ykkur til að skoða heimasíðu nálarinnar : www.nalin.is ( ef ég kynni nú að setja inn link þá væri ég búin að græja það ... það vill bara ekki virka hjá mér) hvet ykkur líka til að skoða http://www.rabenssaloner.com/ og http://prjona.net/
venlig hilsen

Engin ummæli: