27. jan. 2009

Nálin.is

Fór í dag til Reykjavíkur, svosum ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég fór í hina margrómuðu búð á Laugaveginum, Nálina.
Reglulega gaman að koma þangað, allir heimsins litir af garni, bækur, blöð, prjónar - eiginlega veit ég ekki hvað var ekki þarna.
Hvet allar áhugakonur um prjónaskap að líta þangað inn.
Ennfremur til að upplýsa ykkur - ágætu lesendur -þá er hægt að kaupa garn og uppskriftir frá Helgu Isager þ.e. maður verður að kaupa garnið og þá fylgir uppskriftin, garnið er mjög mjúkt bómullargarn
Ég var nú kannski með smá móral, spurði aumingja konuna spjörunum úr og keypti ekki neitt (ég er enn í þunglyndiskasti yfir kjólnum sem misheppnaðist ... ... )
En ég m.a. kastaði til hennar þeirri hugmynd að hægt væri að halda prjónavéla-kennslunámskeið í salnum í Brautarholti ef við fengjum næga þátttakendur.
Þetta kemur bara í ljós, en ég vona samt að það verði af því - fyrr en seinna - áður en ég unga út barninu sem verður vonandi ekki fyrr en í lok apríl.
Bið að heilsa í bili.

Engin ummæli: