17. júl. 2009

Kjóllinn sem liggur uppí skáp


Ég bloggaði fyrr í vetur um kjól sem ég hyggðist prjóna - sem ég gerði og og og gerði mistök á. Eða réttara sagt - prjónaði hann eins og ég hélt að hann kæmi vel út en hann gerði það bara ekki ... ...
(Reyndar skoðaði ég Raben Saloner um daginn - og svei mér þá - ekki svo ólíkt amk hvað víddina varðar :))

Ég geri endalaust mistök og ég furða mig oft á því hvað ég get verið seinheppin í saumaskapnum og prjóninu, sumir væru búnir að gefast upp hugsa ég líka með mér. En það er samt ennþá þrá í að halda áfram og telja sér trú um að það hafi nú verið gott að gera þessi mistök - geri þau amk ekki aftur :)

Sennilegast liggur þetta í því að ég get ekki fylgt uppskriftum og ég hef mjög ákveðna skoðun á því hvernig flíkin á að líta út á endanum.

Jæja - ef einhver hefur áhuga á þessum kjól - eða einhverju sem myndi kallast uppskrift, þá hef ég hér einhverskonar beinagrind ;)

venlig hilsen
Vilborg prjónakona

6 ummæli:

kRisTíN sagði...

Æðislegur kjóll:)

Væri alveg til í uppskriftina ef þú mátt vera að.
Mailið mitt er kristin.be@keilir.net

prjónakonan sagði...

Já - þessi elskulegi kjóll :)
Ætlaði sko aldeilis að taka málin með trompi.
Fitjað upp á 260 lykkjur á einfaldan plötulopa á prjóna nr. 5.
Í kjólnum er svona gatamunstursrendur sem koma upp kjólinn og í hverja fara c.a 5 lykkjur. Síðan eru 20 lykkjur á milli. Málið er nefnilega að víddin er fín að neðan og það sem ég myndi gera í dag er að taka úr eftir því sem ofar dregur í hliðarstykkjunum ef þú skilur hvað ég á við. Halda lykkjufjöldanum upp að framan og aftan svo það sé hægt að rykkja en það er óþarfi að rykkja undir ermum ... ... ekki satt ?? :)
Að öðru leyti er þetta ekki svo flókið.
Ég var búin að skrifa hjá mér að það væru 180 lykkjur á hringprjóninum þegar ég er búin að rykkja og að sameina af ermum yfir á hringprjóninn. Síðan skáldaði ég bara eitthvert einfalt munstur í berustykkið - með því að nota bara slétt og brugðið. Hægt að leika sér með það.

Jæja - geturu eitthvað skilið þetta ?? endilega hafðu aftur samband ef það er eitthvað sem ég get útskýrt nánar.
Ég hef nefnilega trú á þessu stykki þó að ég hafi ekki núna í augnablikinu tíma til að gera það aftur ... ... :)

bestu kveðjur
Vilborg prjónakona

silja hanna sagði...

Gætiru kannski sent mér þessa uppskrift líka :) æðislega sætur kjóll!! :)

Takk kærlega
Kv. Silja Hanna
e-mailið mitt er :
siljahanna@gmail.com

prjónakonan sagði...

Ágætu prjónarar. Það er svolítið mikið að gera hjá mér þessa dagana - en ég ætla að setja niður betri uppskrift af þessum kjól niður á blað fljótlega - bara get það ekki alveg í dag eða á næstu dögum ;)

Bestu kveðjur
Vilborg

Nafnlaus sagði...

Æðislegur kjóll! er möguleiki á að fá uppskrift?
mailið mitt er eygloso@gmail.com
Kveðja Eygló

Nafnlaus sagði...

Þú mátt ENDILEGA láta mig vita þegar þú ert klár með uppskriftina af þessum GUÐDÓMLEGA kjól! ;)
mailid er:
margrarna@yahoo.com

Takk fyrir góða síðu;)

Margrét Árna