15. júl. 2009

Ein besta peysan sem ég hef átt


Þessa peysu fékk ég í afmælisgjöf sumarið 2006, í ágúst og notaði hana frá fyrsta degi þó mjög væri heitt í veðri. Ég hreinlega elskaði þessa peysu og geri enn. Merkilegt að maður skuli hafa tilfinningar til slíkra hluta en svo varð.
Núna í dag er hún orðin gatslitin en ég fer samt alltaf í hana, kannski ekki á hverjum degi svona yfir heitustu mánuðina en fast að því.
Hún er prjónuð úr léttlopa, er nokkuð þétt og eins og sniðin á mig. Munstrið er munstrað uppúr barnapeysu-uppskrift sem við eigum einhversstaðar.

Engin ummæli: