24. ágú. 2009

Ein ein-föld

Það byrjar víst allt með stroffi ... ... nei - reyndar ekki alveg allt, en þessi peysa gerði það amk. Hún er svo einföld að allir þeir sem hafa pínu litla reynslu af peysuprjóni ættu að rúlla henni upp. Uppskriftina á ég til og öllum velkomið að fá - uppskrift :)
Þessi peysa er prjónuð úr einföldum plötulopa og einbandi (saman) stærðin á að vera á 2 ára og er á hún að vera svona peysuskokkur. En síddin er alltaf svosum útfærluatriði - eins og með annað.
kveðjur
Vilborg prjónakona







5 ummæli:

Unknown sagði...

Svo flott - er þetta ekki svipuð uppskrift og af hinni peysunni sem þú sendir mér?
Annars máttu alveg senda mér uppskriftina af þessari líka - hentar vel fyrir jólagjafir handa 2ára :)
kv. Dagga

Nafnlaus sagði...

Sæl
Ofsalega falleg peysa, ég er nú bara nýbyrjuð að prjóna en væri til í að spreyta mig við þessa.
Viltu senda mér uppskriftina?
Kv, Dísa.
disdis76@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Rosalega falleg peysa. Væri alveg til í að gera hana svona fullorðins!!

fríða

Nafnlaus sagði...

Rosalega falleg peysa :) væri mjög til í að fá uppskrift ef þú týmir (ha050096@unak.is):) ég er nú þegar búin að prjóna tvo svona skokka sem unnu samkeppnina, einn á 3 mánaða og einn á 3 ára og þeir eru æði!
kv.
ha050096@unak.is

prjónakonan sagði...

Það ætti í sjálfu sér ekki að vera mikið mál að gera hana í fullorðinsstæð - ef maður miðar bara við einhverja léttlopauppskrift og lætur munstrið ganga upp.

Skoðaðu bara uppskriftina vel og sjáðu hvort þú getir þetta ekki bara ;)

Bestu kveðjur
Vilborg