8. sep. 2009

EF ég væri á fjalli


Ef ég væri á fjalli núna, væri ég að ríða úr Norðurleit og niður á Fit með fleiri Austurleitarmönnum. Í dag væri ég ekki að smala - því það er ekki stingandi strá á Öræfunum, ekkert nema grjót og klappir. Við Helgavatn er áð og nestið maulað. Ef við erum heppin verðum við á undan Aðalsteini fjallkóngi og þeim leitarmönnum sem er að koma inn á Fit. Á morgun yrði ég - líkt og í gær - alein í leit, ein með hrossum og hundum að smala kindunum niðrúr. Stöku sinnum mundi ég sjá aðra fjallmenn í fjarska.
en senn líður að réttum
bestu smalakveðjur
Vilborg

2 ummæli:

Guðný sagði...

Takk fyrir að skrifa á bloggið mitt. Ég hef skoðað bloggið þitt líka áður og það er margt mjög flott þar. Uppskriftina af dúkkunni fékk ég í Storkinum.
Gráa peysan sem þú segir að sé uppáhalds hjá þér er mjög flott, ég á einmitt þingborgarlopa sem ég er enn að hugsa um hvað ég eigi að prjóna úr og mér leist vel á þessa. Ég ætla reyndar að hafa hana úr einföldum plötulopa.

kv
Guðný

prjónakonan sagði...

Þakka þér sömuleiðis :)
já - ég sá dúkkuna um daginn, hún er mjög skemmtileg. Kannski bara tilvalin jólagjöf, allavegana fór hugurinn á flug.

Þar sem þessi peysa er gatslitin (uppáhaldspeysan mín) fékk ég aðra í afm. gjöf - eins, nema ljósari og hneppt.

Já - Þingborgarlopinn er afskaplega mjúkur og stingur síður þá sem eru viðkvæmir fyrir því. Þær eru líka svo skemmtilegar Þingborgarkonurnar og gaman að koma í þangað ::))