18. sep. 2009

Skyssuskjátan


Þar sem mér nægir ekki að elta þær, fóðra þær, éta þær og prjóna þær - þá teikna ég þær.
Á u.þ.b. 20 myndir af þeim - málaðar og teiknaðar og eiga það allar sameiginlegt að vera kómískar. Kindur eru ekki bara kindur - sumar þeirra hafa eru bara fyndnar eins og hún Svarta Skikkja og náttúrulega hún Halla. Þeim finnst brauðið gott og kjömsuðu með lygnum augum ef maður bar slíkt með sér út til þeirra. Sömuleiðis urðu þær svekktar og gáfu skít í mann ef maður gleymdi sér, lögðu kollhúfur og fnussuðu.

Á bæ einum sem ég þekki til - bönkuðu heimaskvísurnar uppá og þáðu afgangs kartöflur eftir hádegismatinn.

já - þær eru skemmtilegar skjáturnar :)
kveðja
Vilborg

Engin ummæli: