20. nóv. 2009

Stemmning


Jólakúl er stemmning. Sækið uppskriftina hingað - og síðan prjónið, gleðjist og komist kannski í jólastuð :)
jóla - prjónakveðjur
Lykkdís Þráðrún Sokksdóttir :) (geysilega var þetta fyndið ! )

8 ummæli:

Kona sagði...

Frábært blogg og gaman að sjá fjölbreyttu hugmyndirnar þínar Vilborg.... og þú átt greinilega líka auðvelt með að skissa þær flott upp. Svona kveikir í okkur sem hafa ekki eins frjóan hönnunarhuga til að draga fram prjóna og garn og fara að gera eitthvað með það. Kveðja Sólveig

prjónakonan sagði...

Komdu nú sæl

Mikið er ég glöð að heyra þetta ! Ég held nefnilega að það sé hægt að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn í okkur öllum, ég hreinlega neita að trúa öðru :)
bestu þakkir

Nafnlaus sagði...

Æðislegar jólakúlur og snilldarhugmynd fyrir fjögurra barna mæður (hefði þurft að fatta þetta fyrr, yngsta barnið orðið 5 ára). Mig langaði að forvitnast hvort þú prjónaðir klúlurnar utan um frauðplastkúlur eða fylltir þær með tróði eða einhverju öðru.

prjónakonan sagði...

sælar og takk fyrir :)
kúlurnar eru prjónaðar þannig að það er smám saman aukið út og síðan er munstur í miðju og síðan er tekið úr - og þá smám saman fylli ég kúluna af tróði. Það er ekki gott að prjóna síðustu umferðirnar með troðfulla kúlu og mér finnst þá best að bæta restinni í þegar ég er á síðustu umferðinni, það er ekki svo mikið mál að setja tróðið í með einum putta.

Gangi þér vel - það tekur ekki nema c.a. klukkustund að prjóna eina kúlu ;)

kveðjur

Nafnlaus sagði...

Þú er með ekkert smá flottar hugmyndir, ég er búin að gera litla skokkinn og langar mikið til að gera peysuna og auðvitað jólakúlurnar!

Bestu þakkir fyrir góða síðu!

Kveðja
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Þessar kúlur eru frábærar langar að prjóna nokkrar, hvaða garn eru að nota og hvaða stærð af prjónum
Kveðja Halldóra

halldorasveins@gmail.com

Nafnlaus sagði...

þú ert náttúrulega algjör snillingur Vilborg!
Kv,
Erla (prjónaperla!)

Erna sagði...

Nei sæl ! fann þessa síðu í gegnum barnaland, flott síða :) ætla að prófa að prjóna eina kúlu fyrir jólin.

Kv

Erna Björk