16. des. 2009

Hráar og einfaldar - koma þær frá hálendisbrúninniÍ góðviðrinu berst reykjarlykt að vitunum, hangiketið að fá á sig rétta mynd. Það er ekki furða þótt sveinar nokkrir rumski af dvala við indælan ilm af ketinu og bjúgnaspottunum. Kotið er við hálendisbrúnina, fjallasýnin gleður á hverjum degi og endalaust getur maður teigað náttúruna í sig.
Það er stutt í að hestar verði teknir á járn og því fylgir tilhlökkun að takast á við eitthvert spennandi tryppið.

Skjáturnar eru í braski í fjárhúsinu með eflaust fínum hrúti sem kom frá næsta bæ.

bestu kveðjur

Engin ummæli: