2. jan. 2010

Líður tíminn kona !



Janúar merkir dyr.
Nýtt ár og það allt fullt af óopnuðum pökkum. Í sumum veit maður innihaldið en aðrir geyma leyndarmál þar til þeim er upplokið.
Ég var í dag að raða flokka og skoða innihald allra myndaalbúmanna í tölvunni - með sérstöku tilliti til prjónsins. Var nokkuð ánægð með þróunina og vona svo sannarlega að hún haldi áfram - maður er nefnilega aldrei yfir gagnrýni hafinn.
Þetta ár er svo sannarlega búið að vera stórskemmtilegt en það er líka svo ótalmargt sem ég hlakka til að gera á þessu nýja sem er gengið innfyrir túnfótinn. Það sem er efst á tilhlökkunarlistanum er að klára Febrúar - peysuna góðu og svo að sjálfsögðu Woolfest sem verður haldið í Norræna húsinu í lok júní. Ég hef reyndar af því miklar áhyggjur að þurfa að hafna áhugaverðum atriðum í Woolfestinu því Landsmót hestamanna verður haldið á sama tíma. Ég er og verð alltaf meiri hestamaður heldur en prjónakona ef að því kemur að velja - það er nú bara þannig ;) Draumurinn er að eiga meri á Landsmóti ...


Ég þakka kærlega fyrir öll innlitin og einnig þátttökuna í Jólakúl 2009, það var verulega skemmtilegt !
Mínar allra bestu prjónajóla og prjónanýárskveðjur
Vilborg prjónakona

1 ummæli:

Halldóra sagði...

Gleðilegt nýtt prjónaár sömuleiðis!

Mikið rosalega er þetta flott vesti - og húfan líka!

:-)
Bestu prjónakveðjur....