16. feb. 2010

Verslunarmaðurinn


Þessi mynd er af honum langafa mínum, á bakvið búðarborðið í versluninni sinni. Verslunin er svotil óbreytt, orðin gamaldags en stendur samt fyrir sínu og á sinn trygga kúnnahóp.
Margar sögur hef ég heyrt af þessum langafa mínum - en skondnast finnst þér þó það sem hann sagði við menn þegar þeir voru að máta jakkafötin - ef þau voru helst til þröng, þá spurði hann ,,finnst þér þau nokkuð vera of víð ?" og síðan ef þau voru of stór, þá spurði hann að sama skapi um hið gagnstæða og brosti í kampinn.

Verslunin stendur enn við Laugaveg, í fallegu háu húsi. Á efri hæðum kennir ýmisa grasa og fróðlegt fyrir langafabarn að kynnast þar arfleið sinni. Það er kannski ekki furða þótt ég hneigist í þessa áttina.

Og síðan gáta í lokin: hvaða búð er um að ræða ? :)

7 ummæli:

Unknown sagði...

Mín ágiskun er verlun Guðsteins.

Annars er ég búin að prjóna skotthúfuna, sem ég spurði þið út í um daginn. Var að spá í að senda þér myndir á email. Hvða er mailið þitt?

Kveðja,
Margrét Ísólfs.

Nafnlaus sagði...

Já er þetta ekki verslun Guðsteins á laugarveginum? Gæti vel trúað að þar kenni ýmissa grasa!
KV
Berglind Haf

prjónakonan sagði...

netfangið mitt er brakverabrynja@hotmail.com :)


og jú - þetta er Verslun Guðsteins Eyjólfssonar :)

prjonaperlur sagði...

Já, ég giska líka á Herrafataverslun Guðsteins... :-) Eru nokkuð fleiri svipaðar sem eru enn starfandi við Laugaveginn? Hvað er á efri hæðunum...?

Nafnlaus sagði...

Sniðugt... ég hef lengi skoðað bloggið þitt en langamma mín var Guðrún Eyjólfsdóttir systir Guðsteins Eyjólfssonar.
Kveðja
Fanney

Björk sagði...

Sæl vertu
Skondið ég hef líka oft skoðað bloggið þitt en Guðrún Eyjólfsdóttir systir Guðsteins var amma eiginmannsins.
Kv, Björk

Sigurborg Johannsdottir sagði...

flottur sá gamli