21. mar. 2010

Stundum í stökustu vandræðum ...



Hvað er málið með staka sokka og vettlinga. Maður hamast og hamast við að prjóna og það er allt að því lögmál að annar týnist. Oft finnast vettlingar í traktornum, á fóðurganginum, í óskilamunum í leikskólanum og á fleiri stöðum. En jafnoft finnast þeir ekki ... og hvað gerir maður þá við heilan haug af stökum vettlingum og svo líka - stökum sokkum ?

Hvers vegna þurfum við að ganga í samstæðum sokkum og vettlingum ? Hvað í veröldinni segir okkur að það þurfi að vera eins ? Svari mér sá sem veit, því ekki veit ég. Sumum finnst bara allt í fína að ganga í sitt hvorum sokknum, eins og ekkert sé sjálfsagðra. (hóst hóst - ég er víst alltaf í samstæðum sokk og vettl ... )

Ég velti núna fyrir mér, hvort það væri ekki gaman ... að prjóna í einhvern tíma bara staka sokka og vettlinga ? Það gæti verið gaman að vera með sitt hvort munstrið en sömu litina, eða sama munstrið og ekki eins liti þ.e.a.s. ef maður þorir ekki alveg að stíga skrefið til fulls.

Nú spyr ég - er einhver til í smá verkefni, átak ... ... að brjótast aðeins úr viðjum vanans og prjóna staka sokka og vettlinga og hafa svolítið gaman af þessu ? ( og stofna Facebook hóp til að sýna afraksturinn ;) )

ég held amk að ég prjóni bara staka sokka og vettlinga - alveg þangað til ég fæ leið á því ;)

Bestu prjónakveðjur
Vilborg

7 ummæli:

Árný Hekla sagði...

Rosa skemmtilegt blogg hjá þér :)
kv. Árný Hekla

Nafnlaus sagði...

Sammála þér!
Það er nefnilega oft sem maður á smá af garni en ekki nóg í 2 eins hluti! Gaman að nota afgangana í svona verkefni!
kv
Berglind

prjonaperlur sagði...

Góð hugmynd! Er það ekki bara líflegt og flott - að hafa staka sokka og vettlinga.... :-)

Mjög flottir skrautlegu vettlingarnir þarna hjá þér annars!

Halldóra.

Nafnlaus sagði...

Frábær hugmynd, bara skemmtilegt:-)
kv.Magnea

Nafnlaus sagði...

Snilldarhugmynd. Oft hefur það nú verið redding hjá manni að setja börnin í staka vettlinga með þeim orðum að þeir séu alveg jafnhlýir og þessir samstæðu. Það hefur ekki þurft mikinn sannfæringarkraft enda er pjattið sennilega meira í okkur, fullorðna fólkinu :)´

Álfheiður

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð, hef kíkt reglulega á bloggið þitt en aldrei kvittað þannig að nú ætla ég að vera kurteis og kvitta fyrir mig. :)
Frábær og skemmtileg hugmynd með að stofna Facebook síðu fyrir staka sokka og vettlinga, 14 ára dóttir mín gengur í stökum sokkum þegar hún finnur ekki samstæður og finnst það bara cool og "artí" eins og hún kallar það. Þetta er það yndislega við unglinganna hvað þau taka uppá og eru "artí". ;)

Nafnlaus sagði...

Úpps, gleymdi að segja til nafns, ég heiti Nína Margrét Perry. :)