25. maí 2010

Nauðsynleg hjálpargögn


Eitt af því sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt varðandi mína prjónamaníu.. (hóst hóst) er að hafa góða geymslur, hirlsur undir verkefnin ... sem eru víst á hinum ýmsu stigum.
Ég er á þeim stað í prjónaþroskanum að ég get ekki með nokkru móti farið eftir uppskrift lengur - alltaf að finna upp hjólið. Í framhaldinu er ég búin að komast að því að ég þarf næði til að prjóna því það brakar og brestur í heilabúinu, reiknivélin er ekki langt undan og alls konar mælibönd og útreikningar. Hins vegar á ég fáein börn og þó þau séu ósköp miklir ljúflingar, þá prjóna ég ekki mikið á meðan þau eru vakandi.
Þess vegna er alveg bráðnauðsynlegt að geta lagt þetta frá sér, án þess að allt ruglist og til þess hef náð mér í nokkra litfagra gjafapoka. Þeir eru alveg ágætir, því þeir leggjast ekki að óþarfa saman (eins og plastpokar), kosta margfalt minna en töskur og síðast en ekki síst - þegar verkefni er lokið þá er þeim snyrtilega brotið saman og settir inn í skáp þar sem næstum ekkert fer fyrir þeim.

En að lokum - þegar maður er að finna upp hjólið - þá er ekki verra að skrifa niður, allar upplýsingar og meira en minna. Treystið mér - það hefur alltaf borgað sig ;)


Bestu prjónakveðjur
Lykkdís :)

1 ummæli:

Árný Hekla sagði...

Þetta er sniðugt, og kemur krúttlega út :)