16. jún. 2010

Peysan mín - HrafnaklukkaSumir gúggla sjálfa sig - ég gúggla stöku sinnum peysurnar mínar. Hef oftar en einu sinni rekist á þræði með peysunni Hrafnaklukku, umræðuvefi þar sem prjónakonur eru að reyna á átta sig á peysunni.

Gott mál en stundum vilja sumir leggja þann skilning í að uppskrifin sé gölluð... hálsmálið of vítt og peysan of stór m.v. munsturbekk og kannski fleira, átta mig ekki alltaf á hvað við er átt.

Skiptir ekki öllu - en en en Hrafnaklukka er óhefðbundin og sennilega sést það alls ekki nógu vel í myndinni í bókinni Prjónaperlur. Hrafnaklukkan mín á að vera víð, svona næstum því útvíð - bæði ermar og bolur, hátt stroff, ekkert aukið út eftir stroff. Síðan þegar kemur að munsturbekknum er lykkjunum fækkað með því að rykkja saman lykkjunum, munsturbekkurinn á að passa á barnið en svo er hann líka stuttur og hálsmálið er vítt. Hálsmálið er sannarlega vítt og einstaka sinnum hef ég rekist á að prjónakonur séu að fjölga úrtökum þar. Gott og vel getur flokkast undir tilbrigði - en ekki galli í uppskrifinni því ég set teygjutvinna í hálsmálið - til að draga það saman og til að það sé auðvelt að komast úr og í peysuna því í hún er prjónuð úr einföldum og einbandi saman og stundum er affellingin ekki nógu sterk til að þola börn sem eru að drífa sig úr og í - ef þið skiljið hvað ég á við.

Ok - ég talaði áðan um að bolurinn væri víður svo og ermar, svona útvíð en allt gert í þeim tilgangi... ... punkturinn yfir i-ið - þræða teygjutvinna í faldinn á bol og ermum og búa til "púff -peysu".

Svo þið sjáið - alls ekki hefðbundin í sniðinu -eða hvað ?? (það er það sem er svo gaman! )

jæja - efri myndin sýnir upprunalegu Hrafnaklukku, prjónuð á pínulitla skottu, seinni peysan er prjónuð á listakonuna Heklu - hún er aðeins stærri skotta eða svona 10 ára. Þessa peysu prjónaði ég á tvöfaldan plötulopa á prjónastærð 6, prjónaði laust, fitjaði upp á 100 lykkjur á bol og 36 lykkjur á ermi !!! en eins og ég sagði áðan, prjónaði laust og hún varð svo hrikalega mjúk og hlý, með púffermum en síð eins og kjóll því í þetta sinn sleppti ég að setja teygjutvinna neðan í bolinn.Vinsamlegast hlaupið út í prjónfrelsið - hættið að líta á uppskrifir sem heilagar eða grandskoða hvort það séu ekki örugglega villur. Skítt með það hvort það eru villur eða ekki - bara frelsist og njótið ! það er svoooo gaman (... ... og kannski sennilega að öllum líkindum orðin fíkn hjá mér ;) )

bestu prjónakveðjur
Vilborg prjónaperla

p.s. það er vissulega uppskrift af Hrafnaklukku hér á blogginu mínu - en hún er sko fyrsta tilraunin mín til að búa til uppskrift og er örugglega með villur en þær Erla og Halldóra þaullásu uppskrifirnar í Prjónaperlubókina og ég sat sveitt margoft að lesa útúr, yfirfara og tryggja eins og best verður á kosið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sannarlega sammála þér! Uppskriftir eru aðeins til þess að gefa manni hugmyndir um það sem hægt er að gera... svo er um að gera að nota hugmyndaflugið! bestu kveðjur frá Kristínu Hrund (khw á ravelry)

Nafnlaus sagði...

Sæl vilborg
Ætlaði að ath hvort þú gætir aðeins leiðbeint mér ? Ertu með netfang sem ég get sent á þig ?

Kv,
Laufey
laufeysi@hotmail.com

Nafnlaus sagði...

Falleg peysa :)
Hvad ertu ad taka fyrir svona peysur :)

Bestu kvedjur,
Lara
arla_d@hotmail.com