3. mar. 2008

Tímatölt

Það er alveg hreint merkilegt hvað sumir hlutir, tiltölulega einfaldir, geta tekið langan tíma í framkvæmd.
Fyrir LÖNGU síðan ætlaði ég að setja hér inn órpjónuðu hugmyndirnar. Sumar hef ég reyndar rissað niður á blað. Það sem tefur mig er að mig vantar að teikna betur gínurnar, þ.e. vantar betri hlutfallateikningu af barni því ég hef ekki verið ánægð með þær skyssur sem ég hef gert, ekki rétt hlutföll og þess háttar. Svo að ég leggst útí heilmikla fyrirhöfn og vesen við að leita að henntugum myndum í Anatomy teiknibókum. Ég er meira að segja búin að tala við Katrínu Briem og biðja hana um að aðstoða mig við að verða mér úti um nokkrar hlutfallamyndir. Næsta skref er að fá upplýsingar hjá Hansa mág, hann á áhugaverða bók.
SVo er það að teikna góða gínu - sem ég get svo notað til að teikna nýjustu hugmyndirnar á, og teikna fleiri og fleiri hugmyndir og að síðustu - fara í smá slag við skannann og koma þeim hingað.
Svona er þetta yfirleitt með svo mikið af því sem ég geri - forvinnan getur tekið óendanlega (næstum) langan tíma. En svona gerast hlutirnir hjá mér víst :).
það eina sem ég get sagt - þetta kemur á næstunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hnausakotsfrændum hratt miðar.
Þeir horfa til helreiðar-siðar.
Hvert reksturinn fer
þeir skipta ei sér
Og líta til hvorugrar hliðar!