28. feb. 2009

Hefðbundar lopapeysur

Það er í sjálfu sér ekki leiðinlegt að prjóna hefðbundar lopapeysur - en peysa á fullorðinn karlmann getur tekið smá tíma og þegar önnur hefðbundin lopapeysa bíður, og önnur og hin fjórða ... þá ... verð ég smá löt.
Ég ætti að hafa það fyrir reglu að prjóna eitthvað nýtt á milli lopapeysna - væri það ekki gáfulegt ?
Ja, maður spyr sig!?
venlig hilsen
Vilborg

Engin ummæli: