15. apr. 2009

Ég steiki sjálfa mig ...


Held í alvörunni að ég sé að gera sjálfa mig brjálaða ... Sífellt og endalaust slæ mín eigin persónulegu met í því að byrja á verkefnum - sem ég svo klára ... ... sumhver ekki og önnur seint. Ég fæ u.þ.b. 150 hugmyndir á dag, allflestar stoppa stutt og þá aðallega vegna þess að ég sannfæri sjálfa mig um að ekki sé tími.
En svo eru það þessar sem ég er svo uppfull af að geta klárað bara nákvæmlega strax á eftir en síðast en ekki síst - eru það bestu hugmyndirnar sem velkjast um í kollinum svo vikum eða mánuðum skiptir.
Og ég veit að þegar litla krílið mitt er komið í heiminn - þá get ég alveg gleymt því að hafa nokkurn tíma til að gera nokkurn skapaðann hlut ... ... veit það alveg og er löngu búin að átta mig á því -
Því ég hef engu mikilvægara hlutverki að gegna en að vera móðir.