26. maí 2009

Peysa á Hrafnkel Flókaþessi peysa kallast minnir mig "5 hour Baby Boy sweater" og er prjónuð ofanfrá og niður. Þar sem ég rann alveg blint í sjóinn hvers konar garn var notað þá ákvað ég að prjóna úr tvöföldu Kambgarni svona miðað við uppgefna prjónastærð og svona. Svo finnst mér litirnir í kambarninu bara svo skemmtilegir og það er mjúkt og þjált að prjóna úr. Mér fannst mjög gaman að prjóna þessa peysu - var reyndar svo áköf að ég gleymdi hnappagötunum (ég bý bara til hneslur). Nú þarf ég bara að leggja höfuðið aðeins í bleyti og útfæra hana í stærri stærðir - maður verður einfaldlega að redda sér ef maður kemst ekki á námskeið hjá Ragnheiði í Prjóniprjón :)
venlig hilsen
vilborg prjónakona

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Vilborg. Þetta er myndardrengur í fallegri peysu. Til hamingju!! kveðja Harpa(í Mannviti)

Nafnlaus sagði...

Sæl Vilborg - er þessi ungi piltur sonur Önnu og Freys? Ef svo er, þá er hann frændi minn, við Anna erum systkinabörn! Kv. Vala.

prjónakonan sagði...

Neinei - ég á þennan unga mann - en þá giska ég á að hann eigi nafna ?? :)