19. ágú. 2009

Lobba á litla snúllu


Lopapeysa á 1 árs systurdóttur mína. Léttlopi og óhefðbundið munstur :)
senn líður að fjallferðum og réttum ...
- en lopakveðjur frá prjónakonunni

3 ummæli:

Þórunn sagði...

líst vel á þessa! er uppskriftin í einhverju blaði, eða bara þín eigin?

prjónakonan sagði...

komdu sæl

þetta er bara voðalega einfalt - léttlopi og fitjað upp á 100 lykkjum á prjóna 3,5 - prjónað stroff og ski+pt svo ykir á prjóna nr. 4. Fitjað upp á 32 lykkjur fyri ermar og aukið út um 6 lykkjur.
Munsturbekkinn á ég til ef þú hefur áhuga :)

Bestu kveðjur
Vilborg prjónakona

Þórunn sagði...

já ég vil gjarnan fá munsturbekkinn, langar að prjóna þessa ;) er að bíða eftir því að fá sent einband frá Íslandinu en á plötulopann til ;)