20. sep. 2009

húfur húfur húfum húfna







Húfur eru eitthvað sem tiltölulega fljótlegt er að gera og nauðsynlegt að bera.
Hér má sjá tvær sem ég prjónaði í sumar.
Einfalt og fljótlegt - as usual ;) gott í gjafir

prjónakveðjur
Vilborg

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er hægt að fá uppskrift af húfunni?
liney@varmaland.is

prjónakonan sagði...

uppskriftina af brúnu húfunni má finna í Prjónablaðinu Ýr - nr. 27 og uppskriftin er nr. 62. 'Eg hef notað þessa uppskrift fyrir fullorðna líka (er stór). Húfan er alveg þrælfín - mér finnst hárið ekki bælast eins undir henni.
En hin húfan með skottinu er líka mj einföld:
Fitjað upp á 84 lykkjum á prjóna 3.5 og prjóanaðr 10 umferðir. Síðan er gerð ein gataumferð sem er þannig að slegið er uppá 1 sinni og síðan tvær lykkjur prjónaðar saman = allan hringinn. í næstu umferð á eftir er prjónað garðaprjón. Þessar tvær umferðir mynda brotlínu og þú sem sagt faldar þarna - brýtur inn og saumar niður í höndunum.
Í þessari húfu skipti ég reglulega um lit - man ekki alveg hvort það voru 10 umferðir í lit og svo kom garðaprjón á milli. Úrtökuna byrjaði ég c.a eftir 10 - 15 cm og er hún þannig að á c.a 5 umferða millibili er úrtaka á þann hátt að í fyrstu úrtökuumferð eru prjónaðar c.a. 13 lykkjur og svo 2 saman = allan hringinn, umferðina. í næstu úrtöku eru prjónaðar 12 lykkjur á milli og svona fækkar lykkjum á milli eftir því sem ofar dregur í húfunni. Það er í raun hægt að leika sér með þetta endalaust og þ.a.l. fá ótal útkomur.
Ég vona að þetta hafi ekki virkað of flókið - því þetta er í raun mj einfalt.
Gangi þér vel og bestu prjónakveðjur

Nafnlaus sagði...

Sæl,
ég er aðeins byrjuð að prjóna :o) og er í þessum skrifuðu orðum að prjóna legghlífar úr léttlopa sem ég hef hugsað mér að prófa þæfa í þvottavélinni. Ég googlaði orðin "léttlopi þæfður í þvottavél" og rakst þá inn á þessa flottu síðu. Svo þegar ég fór að skoða afraksturinn þinn þá rak ég augun í bleika álfahúfu sem þú þæfðir einmitt í þvottavél :o) Er möguleiki á að fá uppskrift af henni hjá þér? Kveðja, Theódóra
teddaf@simnet.is