11. okt. 2009

Prjónapæl

Það er ekkert gaman að bloggi sem er ekki uppfært - ekki satt ?? En eftir miðnætti á sunnudagskveldi - gef ég mér smá tíma.
Ég sit kannski ekki auðum höndum - gæti það yfirhöfuð ekki. En margt þarf að gera, sérstaklega þegar maður á 5 börn (hóst hóst ... ...) hund og kött, hrossin tuttugu og eitthvað og skjáturnar 4 - 29.

Búin að vera að prjóna tösku - er komin í alveg svakaleg vandræði því hún er svona B verkefni (fær því að sitja á hakanum ef það er annað meira spennandi) en það hefur því miður leitt það af sér að hún er alveg að verða úrelt - og líka þreytandi. Ég veit ekkert hvernig ég á að lenda þessu máli. Eini kosturinn við hana er garðaprjónið !

En svo er ég að prjóna peysu á hana dóttur mína. Spennandi verkefni. Læt hér fylgja glefsur :)








góðar prjónakveðjur

p.s. og svo ætla ég að prjóna jólakúlur ... ... því ég á handóðan son ... ... ;)

p.s.s.
Hér er Þjórsá og brúnn moldarbakkinn með grænum þúfum í baksýn

1 ummæli:

Unknown sagði...

Held að ég ætti líka að prjóna jólakúlur og jafnvel jólatré, þessi yngsti er orðinn ansi skæður og rífur allt sem hann kemst í