8. nóv. 2009

Góðir hlutir gerast hægt

Góðir hlutir gerast hægt - það er mottóið mitt þessa dagana. Tímastress er algjörlega hallærislegt - maður græðir ekkert á því. En samt ekkert dól, leti er löstur sem ætti að læsa niðrá hafsbotni.
Verkefnalistinn er langur og næsta víst er að hann lengist á næstu vikum... hmmm ... ...

En jólakúlurnar og börnin. Spurning hvort maður sé nógu klikkaður að prjóna fullt af jólakúlum og fylla á jólatréð ? hvernig væri það? Bæti því á verkefnalistann.


Enn þetta með heklið - ætlaði svosum ekki að fikta mikið í því, er nefnilega að reyna að setja á mig einhverjar hömlur, en svo fór sem fór - brustu stíflur og brýr. Hef ekki hugsað um annað undanfarið, hekla litlar dúllur og setja á peysur í staðin fyrir munsturbekk, setja út um allt á peysuna, eða ekki, setja langsum rendur eða þversum. Hugsanlega er ég með gott ímyndunarafl því í huganum er ég búin að þessu öllusaman, sé þetta allt ljóslifandi fyrir mér - kristaltærar myndir. En það eina sem ég hef haft tíma til - er að setja eina heklaða dúllu á jólakúlu... ... hún er bara þá sönnun þess sem ég er að hugsa - hún er einfaldlega byrjunin á svo miklu miklu meira - góðir hlutir gerast hægt og hér kemur Blóðberg:


og svo bestu prjónakveðjur
Vilborg

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott kúla. Þessi kúla minnir þig bara á að þú ætlar að gera svo miklu fleiri eftir jólin!
Kveðja
Berglind Haf

prjónakonan sagði...

Segðu !! :))
En segðu mér - ert þú nokkuð búin að prjóna jólakúlu ??
Að baki þessum jólakúlum er ákveðin hugmyndafræði - blogga um hana fljótlega ;)

bestu prjónakveðjur

Nafnlaus sagði...

Sæl, rosa flottar jólakúlur hjá þér! Sá 2 SVO flottar strákapeysur, hérna lengra fyrir neðan.. Ekkei geturðu sagt mér hvar ég get nálgast uppskift af þeim? Langar svo prjóna á son minn en hafði ekki séð neina sem mér leyst á fyren ég rambaði hérna inn ;) takk fyrir flotta síðu. með fyrir fram þökkum og bestu kveðjum Linda rkkl@simnet.is

Þórunn sagði...

æðislegar jólakúlur hjá þér! Mikið kannast ég við þetta að sjá hlutina fyrir mér svona ljóslifandi og tilbúna!! Verst að það er oft hægara sagt en gert að koma þeim frá sér nákvæmlega eins og maður sér þá fyrir sér hehehe

Halldóra sagði...

Sammála!
Mjög flott jólakúla :-)

kveðja från Sverige!
Halldóra.