3. des. 2009

Ennþá gerast góðir hlutir hægt


Kæru prjónakonur og menn!
Mig langar til að hvetja ykkur til að prjóna jólakúlur í öllum stærðum, gerðum og litum. Er það ekki einmitt upplagt jólastemmningar-verkefni fyrir prjónara á þessum árstíma....!? Setja ljúfa jólatóna á og upplifa aðventustemmninguna beint í æð og prjóna.

Í síðustu færslu er hægt að nálgast grunnuppskrift að prjónaðri jólakúlu, sem hægt er að útfæra eins og hvern lystir; prjóna í hana liti eða munstur eða hvað sem er. Jólakúluna er hægt að prjóna með hvaða bandi sem er - veljið bara prjóna sem henta bandinu sem notað er- það eru engin skilyrði. Jólakúlan er fyllt með tróði áður en henni er lokað - svo hún verður mjúk og yndislega búttuð.

Sendið mér svo myndir af jólakúlunni ykkar og ég mun smella henni hér inn og á síðu Jólakúl hópsins á Facebook - sem þið megið líka endilega gerast meðlimir í og líka bjóða vinum ykkar að vera með í.

Jólakúl er sett af stað í þeim tilgangi að hvetja prjónafólk til sköpunar og til þess að búa til sín eigin skemmtilegheit. Tilgangurinn er að búa til sameiginlegt verkefni. Allir sem taka þátt eru að vinna að einhverju sameiginlegu, útkoman verður margbreytileg, skemmtileg, vekur til umhugsunar, skapar stemmningu og stuðlar að samkennd.
Lokatakmarkið er að gleðjast yfir eigin framtaki og sköpun því hver kúla verður einstök í sinni mynd.
Uppskriftin er einungis beinagrind sem hver og einn þarf að útfæra samkvæmt eigin hugmyndum. Nú er boltanum kastað áfram til þín og þú kastar áfram.Prjónum og gleðjumst!

1 ummæli:

Tilraunaeldhús Ingu sagði...

Sæl ég heiti Inga og hef verið leyndur en nú nær opinber aðdáandi þessara síðu hún er svo falleg og hvetjandi - haltu áfram svona stúlka - allt svo fallegt sem þú gerir - ég fór allavega í prjónabúð í dag til að kaupa mér efni í jólakúlur og fleira - og mun halda áfram að fylgjast með þér -