4. feb. 2010

Með harðsperrur í maganum ..Síðastliðið sumar gerði ég þjóðlegt vesti á stúlku. Núna er í vinnslu vesti á drengi. Þetta tekur sinn tíma, reiknivél, exel, lykkjuteljari, blíantur, strokleður, pappír og reglustrika koma ekki síður að máli heldur en prjónarnir og lopinn.
Við skulum vona að ég klári þetta áður en ég verð gráhærð ... ...

bestu prjónakveðjur og takk kærlega fyrir mig á Gömlu Borg !
Vilborg prjónakona

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Vilborg,

Til hamingju með þetta allt saman. Rosalega er þetta allt fallegt. Mig langar mikið til að fá hjá þér tvær uppskriftir sem ég sá hérna á síðunni ef það er einhver möguleiki þ.e.Einföld peysa á litlar dömur (brún með bleikum og hvítum stuttum munstursbekk) og eins sem þú nefnir Ein svo einföld. Svört kvenmannspeysa eftir Lion Brand.

Með kærri kveðju og þakklæti
Dagný
dagny_mar@hotmail.com