20. apr. 2010

Grjótmerkilegt alveg !




Var síðast að velta fyrir mér þessum stöku vettlingum og sokkum - sem virðast þvælast fyrir manni allsstaðar.

OK ! nú hef ég ákveðið - að prjóna ekki samstæð pör þetta árið. Ég er sem sagt komin í " samstæðra - bindindi ".

Og ég hef hafist handa (sem sagt fyrstu sokkar og vettlingar sem ég prjóna þetta árið) og ég verð að viðurkenna það að það var hægara sagt en gert að prjóna ekki eins sokk ! þið ættuð bara að prófa og það væri gaman að heyra
- hvernig tilfinning er það að prjóna ekki seinni sokkinn eða vettlinginn ???

En svona að öðru - ég er ekkert að gefast upp á síðunni minni - neinei, ekkert þanniglagað. Ég hef verið sveitt að prjóna - tvær stórar lopapeysur og aðra þeirra úr léttlopa á prjóna 3.5. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa - hún var í þokkabót með rennilás, í ofanálag fyrir danska kellu sem ég hef bara hitt tvisvar og þar að auki prjónaði ég aðra á kallinn hennar. Ég verð bara að segja - að maður hefur lítinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt þegar maður er í svona verkefni !!!

En það eru næg skemmtileg verkefni á næstunni - svona prjónaperluverkefni ;) ef þið skiljið hvað ég á við :)

bestu prjónakveðjur til ykkar allra
prjónakonan vilborg Lykkdís Stakssokksdóttir !

1 ummæli:

Þórunn sagði...

mikið líst mér vel á þessa ósamstæðu bindindi hjá þér! Þetta er algerlega óþolandi að finna ekki samstæð pör ;)