11. jún. 2009

Krummapeysan



Þessi peysa er orðin nokkurra ára gömul og er prjónuð með krummana tvo í huga - Hundinn Krumma og Krummann sem stríðir honum ! Munstrin af hundinum og hrafninum koma frá Ístex.

9 ummæli:

kRisTíN sagði...

Gaman að fylgjast með blogginu þínu og ótrúlega skemmtilegar og spennandi hugmyndir:)
kv
Kristín prjónakona

prjónakonan sagði...

Bestu þakkir :) :)

Halldóra sagði...

Þessi er rosalega flott!

Halldóra sagði...

Þessi er rosalega flott!

Fríða sagði...

æðisleg peysa, en frábært að eiga peysu með mynd af hundinum sínum á!
kv.Fríða

Unknown sagði...

Þú ert svo flink, þyrfti að koma og prjóna með þér í nokkra daga og læra af þér. Þú kemur líka svo miklu í verk, ertu ekki að hugsa um4 börn, hesta og svo ég tali nú ekki um Sigga

prjónakonan sagði...

hohohoh - jú hann Siggi er náttla erfiðastur af þeim öllum :)
Mér finnst ég ekki hafa neinn tíma - get aldrei klárað og gert allt það sem ég hefði viljað koma í verk. Síðan er um 80 % af því sem ég geri mistök - sem ég læri MJÖG mikið af! ÞAð er svona að geta ekki stoppað og haldið sig við einhverja uppskrift - alltaf að finna upp hjólið.
En þú ert sko hjartanlega velkomin - mig vantar alltaf félagsskap í prjónið :)

Hilsen
Vilborg

Nafnlaus sagði...

HÆ HÆ
Mikið er Krumma peysan flott. Ég á einmitt einn Krumma (hund). Sé þessa alveg fyrir mér á einkasoninn. Ertu með einhverja uppskrift, eða er þetta bara af fingrum fram?
Sendu mér endilega línu á berglindhaf@yahoo.com
Kv
Berglindhaf

prjónakonan sagði...

Krummapeysuna prjónaði Jenný tengdó fyrir nokkrum árum á elsta soninn. Hún er prjónuð ú einföldum plötulopa og munstrin af krummunum er að finna frá ístex, Lopi no. 20.
Úrtakan er gerð svipuð eins og um lopapeysu væri að ræða, hér og þar með reglulegum hætti ;)