11. ágú. 2009

Handverkshátíð á HrafnagiliJæja
Er ekki kominn tími til skrifta ??
Tíminn flýgur frá mér eins og svo oft áður - en nú er kominn tími til að setja myndir af því sem ég sendi inn í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar og það er svo gaman frá því að segja að ein hugmyndin mín tókst á loft og fékk tilnefningu til verðlaunanna í hönnunarsamkeppninni.

Það var því ærin ástæða til að sækja Handverkshátíðina heim, börnunum pakkað niður í blikkbeljurnar og ekki dugðu minna en 3 bílar. Nei, nei... ekki allir fullir af mínum börnum en í þriðja bílnum var ljósmyndarinn, Hans mágur og dætur.

Í bakaleiðinni var stoppað á Heimilisiðnaðarsafninu og veitti það ekki síður innblástur heldur en Hátíðin á Hrafnagili. Ég hvet alla sem leið eiga um Blönduós að stoppa á þessu einkar glæsilega safni því þar er svo sannarlega margt sem gleður augað.


Bestu kveðjur
Prjónakonan Vilborg

4 ummæli:

Þórunn sagði...

Til hamingju með tilnefninguna! Þetta er virkilega töff ;) Mikið hefði nú verið gaman að komast á Hrafnagil í ár...en það er víst ekki hægt að vera allsstaðar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Vilborg með tilnefninguna. Ég stoppaði einmitt á Blönduósi í sumar, það er algjörlega geggjað safn. Ég vildi helst komast þangað aftur og skoða allt BETUR. Ég vissi ekkert hvað beið mín þegar ég fór þangað inn, var í ca 45 mín og fór yfir allt á hundavaði! Verð að fara aftur næsta sumar.
En enn og aftur til hamingju með hönnun þína.
Kv
Berglind Haf

Nafnlaus sagði...

En ótrúlega flott, til hamingju!

Prjóniprjón - Halldóra.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með flotta hönnun, ég hef mjög gaman af því að fylgjast með blogginu þínu og prjóninu; veitir mikinn innblástur! Kveðja, Helena Hermundardóttir, Friðheimum