En úti er rokið og ég sit og fæ innblástur, það er ógrynni af myndum, litum, formum, tónar, andstæður, menningarheimar, flötur mætir fleti, sundurgreining, samsetning, orð, hugsanir, fortíðarþrá, rómantík, einfaldleiki og klassík. Það er ævintýralega gaman að fá hugmyndir.
Heil ný vefsíða er í mótun - það tekur líka tíma. Hugmyndafræði hennar er að vera söluvettvangur fyrir handverksfólk sem vinnur með þráð, en skilyrðið er eigin hönnun og gott handbragð. En eins og ég sagði þá er hún en í mótun og verður vel kynnt þegar að því kemur. Læt ykkur pottþétt vita.
En svo maður hafi nú eitthvað gaman af þessu þá set ég nú inn nokkrar myndir

þessi skokkur er til sölu sjálfur, kostar 4500,-. Hann er fyrir pínupons stúlkur, svona c.a. 2-4 mán.
jæja- nóg komið af þessu sölurugli ..
bestu og gleðilegustu prjónakveðjur
Vilborg